- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Reglugerðir og samþykktir
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- Stjórnir og ráð
- Byggðarráð
- Skipulags- og umhverfisráð
- Félagsmálaráð
- Fræðsluráð
- Landbúnaðarráð
- Fundargerðir
- Ungmennaráð
- Fjallskilastjórnir
- Kjörstjórn
- Erindisbréf
- Veituráð
- Öldungaráð Húnaþings vestra
- Eldri fundargerðir
- Sveitastjórn - eldra
- Byggðarráð - eldra
- Félagsmálaráð - eldra
- Fræðsluráð - eldra
- Landbúnaðarráð - eldra
- Menningar-og-tómstundaráð - eldra
- Skipulags- og umhverfisráð - eldra
- Forvarnahópur - eldra
- Ungmennaráð - eldra
- Samstarfsnefndar um sameiningu - eldra
- Aðrar fundargerðir - eldra
- Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa - eldra
- Fjármál
- Svið og mannauður
- Útgefið efni
- Leigufélagið Bústaður hses.
- Þjónusta
- Velferð & fjölskylda
- Íþróttir & tómstundir
- Menntun og fræðsla
- Söfn og menning
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónustumiðstöð, veitur og höfn
- Samgöngur og öryggi
- Umhverfismál
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- 26. september 2022
- 3. október 2022
- 11. október 2022
- 17. október 2022
- 24. október 2022
- 31. október 2022
- 7. nóvember 2022
- 14. nóvember 2022
- 21. nóvember 2022
- 28. nóvember 2022
- 5. desember 2022
- 19. desember 2022
- 23. desember 2022
- 30. desember 2022
- 16. janúar 2023
- 23. janúar 2023
- 30. janúar 2023
- 6. febrúar 2023
- Sigríður Ólafsdóttir
- Elín Lilja Gunnarsdóttir
- - Fótur
- 13. febrúar 2023
- Magnús Vignir Eðvaldsson
- Þorgrímur Guðni Björnsson
- Þorleifur Karl Eggertsson
- Magnús Magnússon
- 20. febrúar 2023
- 27. febrúar 2023
- 6. mars 2023
- 20. mars 2023
- 27. mars 2023
- 3. apríl 2023
- 11. apríl 2023
- 26. apríl 2023
- 1. maí 2023
- 8. maí 2023
- 15. maí 2023
- 22. maí 2023
- Ávarp í leikskrá Meistaraflokks Kormáks-Hvatar 2023
- Inngangur í Húna 2022
- 29. maí 2023
- 5. júní 2023
- 12. júní 2023
- 28. ágúst 2023
- 4. september 2023
- 11. september 2023
- 25. september 2023
- 2. október 2023
- 9. október 2023
- 16. október 2023
- 23. október 2023
- 6. nóvember 2023
- 13. nóvember 2023
- 20. nóvember 2023
- 27. nóvember 2023
- 22. desember 2023
- Ingimar Sigurðsson
- 15. janúar 2024
- 22. janúar 2024
- 29. janúar 2024
- Listi yfir gjafir
- 12. febrúar 2024
- 19. febrúar 2024
- 26. febrúar 2024
- 4. mars 2024
- 18. mars 2024
- 27. mars 2024
- 15. apríl 2024
- 22. apríl 2024
- 21. maí 2024
- 27. maí 2024
- Viktor Ingi Jónsson
- 3. júní 2024
- Styrkþegar Húnasjóðs frá 2001
- Styrkþegar atvinnu- og nýsköpunarsjóðs frá 2014
- 7. október 2024
- 14. október 2024
- 21. október 2024
- 30. desember 2024
- 13. janúar 2024
4. dagskrárliður, umsögn um breytingu á afgreiðslu Íslandspósts (2403042)
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra harmar einhliða ákvörðun Íslandspósts um skerðingu starfsemi sinnar í Húnaþingi vestra. Um er að ræða breytingu sem felur í sér niðurlagningu 2,5 stöðugilda á pósthúsinu á Hvammstanga sem í ekki stærra samfélagi er skarð í atvinnulíf svæðisins. Jafnframt felst í breytingunni rýring á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem selja vörur í vefverslun á svæðinu þar sem breytingar á aðgengi að þjónustu geta haft áhrif á afgreiðsluhraða. Rök Íslandspósts um að með breytingunni gefist tækifæri á aukinni þjónustu með því að fá póstbíl til sín eru vissulega rétt en bent er á að sú þjónusta ber gjald sem rýrir enn frekar samkeppnishæfni þessara fyrirtækja sem þegar búa við aðstöðumun vegna staðsetningar.
Gengið gegn stefnu stjórnvalda
Í byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2022 eru sett fram tvö meginmarkmið stjórnvalda í byggðamálum. Annars vegar að innviðir mæti þörfum samfélagsins og hins vegar að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær. Lokun pósthússins á Hvammstanga gengur gegn báðum þessum markmiðum.
Í drögum að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu og jöfnun aðgengis sem birt voru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í lok árs 2023 eru settar fram tillögur að viðmiðum um nærþjónustu þá sem aðengileg ætti að vera í ákveðnum stærðum samfélaga. Þar er bæjum skipt upp í fjóra flokka, þorp með 50-400 íbúa, minni bæi með 400-2000 íbúa, stærri bæi með yfir 2000 íbúa og að síðustu höfuðborg/svæðisborg. Í Húnaþingi vestra eru í dag um 1250 íbúar þar af um helmingur búsettur á Hvammstanga. Sveitarfélagið fellur því í annan flokkinn, minni bæi með 400-2000 íbúa. Skv. skýringarmynd sem sýnir tillögu að stigum þjónustu sem þar er að finna skal vera pósthús í bæjum af þeirri stærðargráðu.
Þó svo að drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu hafi ekki verið lögð fram í lokaútgáfu er ekki að finna mótbárur við skilgreiningu á þjónustustigum í þeim umsögnum sem lagðar voru fram og því hæpið að þar yrði gerð breyting á í lokameðferð skjalsins. Einnig má benda á að sú skipting sem þar er sett fram var unnin í samráði við hagaðila og landshlutasamtök. Vert er að taka fram að Íslandspóstur gerði ekki athugasemd við framangreind drög í nýafstöðnu umsagnarferli.
Sveitarstjórn harmar því að opinbert hlutafélag gangi gegn stefnu stjórnvalda með eins skýrum hætti og gert er með þeim breytingum sem kynntar hafa verið.
Umhverfissjónarmið
Það skýtur jafnframt skökku við að breytingarnar fela í sér stóraukið kolefnisfótspor með daglegum ferðum póstbíls milli Hvammstanga og Blönduóss sem er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um minnkun kolefnisspors og alþjóðlegar skuldbindingar þar um. Eru þær ferðir til viðbótar við reglubundar ferðir póstbíla landshluta í milli.
Atriði sem lögð eru til grundvallar við mat á beiðni
Í bréfi Byggðastofnunar er vísað til 5. gr. reglna um staðsetningu, fyrirkomulag og öryggismál á afgreiðslustöðum fyrir póstþjónustu. Þar koma fram þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat stofnunarinnar á beiðni Íslandspósts um lokun afgreiðslustaða:
1. Fjöldi íbúa á því svæði sem afgreiðslustaðnum er ætlað að þjóna.
Eins og fram hefur komið eru íbúar Húnaþings vestra um 1250 þar af u.þ.b. helmingur á Hvammstanga.
2. Stærð þess svæðis sem afgreiðslustaðurinn þjónar.
Húnaþing vestra er landmikið sveitarfélag. Það nær í suðri frá miðri Holtavörðuheiði og Arnarvatni norður Strandir að Stikuhálsi og að Gljúfurá í austri. Þeir íbúar sem lengst þurfa að fara úr vestri eru í 72 km fjarlægð frá Hvammstanga og 132 km fjarlægð frá Blönduósi. Landpóstur mun halda áfram að þjónusta dreifbýlið, sem er vel, en eins og verið hefur aðeins tvisvar í viku. Þurfi íbúar dreifbýlis að fá sendingar á vörum utan þeirra daga þurfa þeir þá að fara inn á Hvammstanga til að ná í sínar sendingar. Sú staða getur komið upp að sendingar sem þola litla bið, svo sem varahlutir í tæki eða lyf, þurfi þá að sækja á Blönduós sem er í 60 km fjarlægð frá Hvammstanga og þá um 132 km fjarlægð frá þeim sem vestast búa í sveitarfélaginu - aðra leiðina. Fyrir þá sem vestast búa er styttra að fara í Búðardal en skv. bréfi Íslandspósts stendur líka til að loka póstafgreiðslunni þar.
3. Möguleiki íbúa á að sækja þjónustuna annað.
Eins og fram hefur komið er aðeins um pósthús á Blönduósi að ræða.
4. Samgöngur á svæðinu.
Þjóðvegur 1 liggur í gegnum sveitarfélagið og á milli Hvammstanga og Blönduóss. Bent er á að þó vegasamgöngur séu góðar þá spillist færð reglulega þar á milli á vetrum. Sú staða getur því komið upp að póstbíll komist með sendingar úr Reykjavík á Blönduós að kvöldi en póstbíllinn komist ekki með sendingar morguninn eftir á Hvammstanga. Í þeim tilfellum er um þjónustuskerðingu að ræða þar sem ekki er þá hægt að nálgast sendingu á pósthúsi eins og verið hefur.
5. Fjöldi afgreiðslna á afgreiðslustaðnum á ári.
Í erindi Íslandspósts eru ekki upplýsingar um sendingar á pósthúsið á Hvammstanga. Farið var yfir þær upplýsingar á fundi forsvarsmanna Póstsins og byggðarráðs Húnaþings vestra þegar breytingarnar voru kynntar. Óumdeilt er að bréfasendingum er að fækka en á móti kemur að pakkasendingum er að fjölga. Að sama skapi er samkeppni í pakkasendingunum að aukast. Íslandspóstur virðist ætla að draga sig til baka í þeirri samkeppni, frekar en að sækja fram, miðað við þau áform að loka pósthúsum á 10 stöðum á landinu í þessari atrennu.
6. Annað sem getur haft áhrif á möguleika íbúa á að sækja póstþjónustu sem fellur undir alþjónustu.
Af framangreindu má sjá að sveitarstjórn Húnaþings vestra leggst alfarið gegn því að sú breyting sem Íslandspóstur hefur óskað eftir að gerð verði á rekstri póstþjónustu í Húnaþingi vestra nái fram að ganga. Sveitarstjórn sýnir því skilning að bregðast þurfi við breyttu rekstrarumhverfi. Þeim áskorunum telur sveitarstjórn hins vegar að mæta mætti með skerðingu á opnunartíma pósthússins og breytingum á starfsmannahaldi samhliða því í stað þess að loka alfarið. Bent er á að skv. upplýsingum frá fulltrúum Póstsins verður ráðinn starfsmaður vegna aukins umfangs verkefna á pósthúsið á Blönduósi. Aðeins mun því fækka um sem nemur 1,5 stöðugildi. Jafnframt bætist við akstur milli Blönduóss og Hvammstanga. Einnig hefði mátt gera breytingar á húsnæði Póstsins á Hvammstanga í takt við minnkandi umsvif.
Sveitarstjóra er falið að koma framangreindu á framfæri við Byggðastofnun og jafnframt óska eftir því að forsvarsmenn Póstsins kynni fyrirhugaðar breytingar á íbúafundi.“
7. dagskrárliður, viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum í Húnaþingi vestra (2403057)
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar viljayfirlýsingu á milli Húnaþings vestra og Leigufélagsins Bríetar vegna uppbyggingar leiguíbúða, yfirtöku eigna og styrkingu leigumarkaðar í sveitarfélaginu á vegum Bríetar.“
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.