Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

Málsnúmer 2403025

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 379. fundur - 12.03.2024

Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar þeim tímamótakjarasamningum sem gerðir hafa verið milli félaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Markmið þeirra um lækkun verðbólgu og þar með vaxtastigs eru afar mikilvæg auk þess sem fyrirsjáanleiki næstu fjögur ár skiptir samningsaðila miklu máli.
Til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði sammæltust ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga um að vinna að aðgerðum til að styðja markmið samninganna um að leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Hluti þessara aðgerða snýr að sveitarfélögunum, m.a. gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hóflegar gjaldskrárhækkanir á samningstímanum. Auk þess er skorað á sveitarfélög að hækka gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum ekki umfram 3,5% á árinu 2024.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að verði framangreindir samningar samþykktir og sambærilegir samningar náist á opinberum vinnumarkaði muni Húnaþing vestra bjóða gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með hausti 2024 og út samningstímann. Einnig samþykkir sveitarstjórn að þær gjaldskrár sem hækkaðar voru um 5,5% þann 1. janúar 2024 og sérstaklega varða barnafjölskyldur, einkum skólastofnana og íþróttamiðstöðvar, verði lækkaðar í sem nemur 3,5% hækkun frá árinu 2023. Sveitarstjóra er falið að undirbúa gjaldskrárbreytingar og leggja fyrir næsta fund."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?