Samkomulag um aukið framboð íbúarhúsnæðis í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2403031

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 379. fundur - 12.03.2024

Lögð fram drög að samkomulagi milli innviðaráðuneytis, HMS og Húnaþings vestra um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Húnaþingi vestra. Er samkomulagið í samræmi við rammasamning ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um byggingu 35 þúsund íbúða á landsvísu á 10 árum til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins á landinu öllu. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða í Húnaþingi vestra í samræmi við þörf sem fram kemur í Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og uppfærð er árlega. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir uppbyggingu 12 íbúða og allt að 40 íbúða næstu 4 ár á eftir. Gert er ráð fyrir að hluti íbúðanna verði seldur á almennum markaði en hluti verði leiguíbúðir fyrir tekjulægri einstaklinga og eru einnig lögð fram drög að samkomulagi við Brák íbúðafélag vegna uppbyggingar leiguhúsnæðisins.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt samkomulag milli innviðaráðuneytis, HMS og Húnaþings vestra, ásamt samkomulagi við Brák íbúðafélag vegna uppbyggingar leiguhúsnæðis og felur sveitarstjóra undirritun þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?