Samningur um gagnkvæma aðstoð milli Brunavarna Húnaþings vestra og Brunavarna A-Hún

Málsnúmer 2404094

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1211. fundur - 22.04.2024

Lagður fram samningur milli Brunavarna Húnaþings vestra og Brunavarna A-Hún um gagnkvæma aðstoð við slökkvi- og björgunarstörf ásamt viðbragði við mengunaróhöppum í samræmi við 3. mgr. 20. gr. laga nr. 75/2000. Samningsaðilar eru sammála um að gagnkvæm aðstoð á milli aðila sé veitt án endurgjalds sem endurskoðað skal innan fimm ára með tilliti til umfangs og kostnaðar. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Var efnið á síðunni hjálplegt?