Tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja

Málsnúmer 2404102

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1211. fundur - 22.04.2024

Lögð fram tilkynning frá Óbyggðanefnd vegna krafna í eyjar og sker. Kröfulýsingarfrestur er framlengdur til 2. september 2024 til að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum. Lagt fram til kynningar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?