Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál, umsagnarfrestur til 3. maí 2024

Málsnúmer 2404117

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1212. fundur - 29.04.2024

Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu enda löngu tímabært að skýra regluverk í kringum vinnslu vindorku. Ráðið fagnar sérstaklega grein 1.5 þar sem fram kemur að tryggt verði að lagaumgjörð verði með þeim hætti að endanleg ákvörðun um það hvort uppbygging einstakra virkjunarkosta í vindorku verði settir inn á skipulag sé í höndum viðkomandi sveitarfélags, enda gengi annað gegn skipulagsrétti sveitarfélaga. Í grein 1.6 er fjallað um að stefnt skuli að því að sú verðmætasköpun sem hagnýting vindorku hefur í för með sér skili sér til samfélagsins og tryggi beina og sýnilega hlutdeild í afkomu starfseminnar. Byggðarráð telur ástæðu til að sterkar verði að orði kveðið og að í stað þess að „stefnt verði að“ verði tryggt að nærsamfélagið njóti ábata af rekstri vindmylla. Að öðru leyti telur ráðið ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þingsályktunartillöguna en áskilur sér rétt til umsagnar á seinni stigum málsins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?