Tjón á búnaði slökkviliðs

Málsnúmer 2405002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1213. fundur - 13.05.2024

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna tjóns á búnaði Brunavarna Húnaþings vestra til reykköfunnar. Um er að ræða tjón á loftpressu og 20 loftkútum til reykköfunar. Er búnaðurinn dæmdur ónýtur. Nauðsynlegt er að endurnýja búnaðinn svo slökkviliðið sé fært um að rækja hlutverk sitt. Heildarkostnaður við endurnýjun er kr. 3.302.943 án vsk. Óskar sveitarstjóri ásamt slökkviliðsstjóra eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa.

Byggðarráð samþykkir beiðnina þar sem um afar brýnt öryggismál er að ræða. Er sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna búnaðarkaupanna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?