Félagsheimilið Hvammstanga vegna leigu 17. júní 2024

Málsnúmer 2405011

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1213. fundur - 13.05.2024

Lögð fram beiðni Kristínar Guðmundsdóttur umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda í ár, um niðurfellingu leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga vegna afnota af húsinu í tengslum við hátíðarhöldin. Samkvæmt gjaldskrá Félagsheimilisins hefur byggðarráð heimild til að veita afslátt vegna viðburða í samfélagsþágu sem nemur 25% af leiguverði. Ekki er heimild til niðurfellingar leigu. Hins vegar er afstaða byggðarráðs sú að hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta, sjómannadaginn og 17. júní fari fram með sóma. Því leggur ráðið til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á gjaldskrá Félagsheimilisins þess efnis að notkun Félagsheimilisins verði umsjónaraðilum hátíða þessa þrjá daga á ári, án endurgjalds. Nái niðurfellingin til notkunar á efri hæð hússins á viðkomandi hátíðardegi, vegna gjaldfrjálsrar dagskrár fyrir alla fjölskylduna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?