Samkomulag um afnot af fjöldahjálparstöðvum

Málsnúmer 2405012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1213. fundur - 13.05.2024

Við skilgreiningu fjöldahjálparstöðva er sveitarfélögum skylt að útvega húsnæði og er gerður samningur milli sveitarfélags og Rauða krossins um afnot af því á neyðartímum. Sé viðkomandi húseign ekki í eigu sveitarfélagsins gerir það samning um afnotin við viðkomandi húseigendur.

Lagðir fram þrír samningar milli Húnaþings vestra og Rauða krossins vegna fjöldahjálparstöðva í sveitarfélaginu. Um er að ræða fjöldahjálparstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga, í húsnæði skólabúðanna í Reykjum í Hrútafirði og í Ásbyrgi á Laugarbakka. Fyrir liggur samþykki húsnefndar Ásbyrgis og rekstraraðila skólabúðanna á Reykjum. Byggðarráð veitir samþykki vegna Félagsheimilisins Hvammstanga.

Byggðarráð samþykkir framlagða samninga og felur sveitarstjóra undirritun þeirra.
Var efnið á síðunni hjálplegt?