Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur og úthlutun 2024

Málsnúmer 2405014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1213. fundur - 13.05.2024

Lagðar fram úthlutnarreglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir óbreyttar reglur frá árinu 2023. Sveitarstjóra er falið að auglýsa úthlutun styrkja úr sjóðnum með umsóknarfresti til og með 5. júní nk.

Byggðarráð - 1216. fundur - 19.06.2024

Lagðar fram umsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra. Alls bárust fjórar umsóknir með heildar styrkbeiðnir upp á kr. 5.519.500. Til úthlutunar eru kr. 2 milljónir.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun:
Framhugsun ehf. til verkefnisins Rabarbaron, framleiðslu á rabarbara innanhúss, kr. 1.000.000.
Selasetur Íslands til gerðar fýsileikakönnunar á ævintýra- og afþreyingarferðaþjónustu á Hvammstanga með áherslu á selinn, kr. 500.000.
Skógarplöntur ehf. vegna skógarplöntuframleiðslu á Laugarbakka, kr. 500.000.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningum um úthlutunina við styrkhafa.
Var efnið á síðunni hjálplegt?