Skógrækt í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2405036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1217. fundur - 24.06.2024

Ellert Marísson og Ian Sauren fulltrúar Heartwood Aforested land komu til fundar við byggðarráð kl. 14:31 í gegnum fjarfundabúnað.
Fulltrúar Heartwood Afforested Land ehf. komu til fundar við byggðarráð og kynntu starfsemi sína og hugmyndir um skógrækt til kolefnisjöfnunar. Byggðarráð þakkar greinargóða kynningu en leggur áherslu á að fyrir liggur endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem ítarlega verður farið yfir skilgreiningu á landnýtingu og þar með hvar æskilegt er að skógrækt fari fram.
Ellert og Ian véku af fundi kl. 15:01.
Var efnið á síðunni hjálplegt?