Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál. Umsagnarfrestur til 5. júní nk.

Málsnúmer 2405043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1215. fundur - 03.06.2024

Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðir til ársins 2030.
Byggðarráð fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar sem unnin var með víðtæku samráði við hagaðila. Ráðið vill leggja áherslu á að brýnt er að nægjanlegt fjármagn fylgi áætluninni til að aðgerðir hennar geti komið til framkvæmda.

Ráðið gerir sérstaka athugasemd við aðgerð B4 - afnám gistináttaskatts. Þó áformum um lækkun gjalda á atvinnugreinina sé fagnað vill ráðið benda á að á undanförnum árum hefur verið í umræðunni að tekjur af gistináttaskatti renni til sveitarfélaga til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þó svo að þær hugmyndir hafi ekki komið til framkvæmda kallar ráðið eftir því að í ferðamálastefnunni komi fram tillögur að tekjustofnum sveitarfélaga í tengslum við ferðaþjónustu til að mæta auknum kostnaði vegna aukins álags á innviði sem henni óhjákvæmilega fylgja.
Var efnið á síðunni hjálplegt?