Beiðni um leyfi fyrir litahlaupi í tengslum við 17. júní hátíðarhöld

Málsnúmer 2405053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1215. fundur - 03.06.2024

Lagt fram erindi frá Kristínu Guðmundsdóttur umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda í ár þar sem óskað er eftir leyfi til að halda litahlaup (e. color run) í tengslum við hátíðarhöldin. Með erindinu fylgir kort af fyrirhugaðri hlaupaleið. Litahlaup einkennast af því að lituðu dufti er kastað yfir þátttakendur í upphafi hlaups, við miðbik þess og lok. Er liturinn lituð kornsterkja. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir hlaupinu en áréttar við skipuleggjanda mikilvægi góðrar umgengni og frágangs að hlaupi loknu. Einnig er skipuleggjanda bent á að tilkynna þarf um leið hlaupsins til lögreglu.
Var efnið á síðunni hjálplegt?