Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga

Málsnúmer 2405054

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 210. fundur - 29.05.2024

Landbúnaðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi skiptingu á þeim kr. 3.300.000 sem til ráðstöfunar eru árið 2024 samkvæmt fjárhagsáætlun Húnaþings vestra:
a) Í Hrútafirði kr. 850.000.
b) Í Miðfirði kr. 1.200.000.
c) Í Víðidal kr. 1.250.000.
Landbúnaðarráð samþykkir að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2024 verði kr. 3.700 á klst. pr. verktaka, kr. 3.700 á klst. pr. fjórhjól og kr. 3.900 á klst. pr. sexhjól. Ofan á þessa taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Landbúnaðarráð áréttar jafnframt að vinnu við heiðagirðingar skuli vera lokið eins fljótt og auðið er. Reikningar þurfa að berast til sveitarfélagsins í síðasta lagi þann 15. október nk. Fjallskilastjórnir skulu jafnframt skila greinargerð um framkvæmdir ársins til sveitarstjóra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir greinargerðum síðasta árs.
Var efnið á síðunni hjálplegt?