Beiðni um endurnýjun á knattspyrnumörkum á Kirkjuhvammsvelli

Málsnúmer 2405056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1215. fundur - 03.06.2024

Lögð fram beiðni frá Ungmennafélaginu Kormáki um endurnýjun knattspyrnumarka á íþróttavellinum í Kirkjuhvammi. Áætlaður kostnaður við endurnýjun markanna er krónur 499.700. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga frá félaginu.

Byggðarráð - 1216. fundur - 19.06.2024

Áður á dagskrá 1215. fundar. Byggðarráð samþykkir beiðni Ungmennfélagsins Kormáks um kaup á nýjum knattspyrnumörkum á Kirkjuhvammsvöll skv. tilboði frá Altis að fjárhæð kr. 499.700. Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna kaupanna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?