Framlenging á samningi um framleiðslu skólamáltíða

Málsnúmer 2405057

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1215. fundur - 03.06.2024

Gunnar Páll Helgason kom til fundar kl. 14:02.
Gunnar Páll Helgason framkvæmdastjóri Sjávarborgar kom til fundar við byggðarráð til að ræða endurnýjun samnings um framleiðslu skólamáltíða fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra. Í samningi um framleiðsluna er heimild til framlengingar tvisvar sinnum til þriggja ára í senn. Samningurinn var framlengdur í fyrra skiptið árið 2021. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir forsendur samningsins og leggja fyrir byggðarráð.
Gunnar Páll Helgason vék af fundi kl. 14:15.

Byggðarráð - 1216. fundur - 19.06.2024

Áður á dagskrá 1215. fundar. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra þar sem farið er yfir forsendur samningsins. Byggðarráð samþykkir framlengingu samnings við Sjávarborg um framleiðslu skólamáltíða til næstu þriggja ára í samræmi við heimild til framlengingar í gildandi samningi.
Var efnið á síðunni hjálplegt?