Ályktun Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra vegna skertrar þjónustu á hjúkrunardeild HVE á Hvammstanga

Málsnúmer 2405061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1215. fundur - 03.06.2024

Lögð fram ályktun stjórnar Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra þar sem lýst er verulegum áhyggjum af skertri þjónustu á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hvammstanga í sumar. Hefur hjúkrunarrýmum fækkað um 20% og ekki verða í boði hvíldarinnlagnir í sumar.

Byggðarráð tekur heilshugar undir áhyggjur Félags eldri borgara og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um málið.

Byggðarráð - 1216. fundur - 19.06.2024

Lagt fram svar frá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna fækkunar hjúkrunarrýma á Hvammstanga. Fram kemur að skerðingin sé tímabundin og til komin vegna mönnunarvanda. Byggðarráð þakkar svarið.
Var efnið á síðunni hjálplegt?