Erindi frá SSNV um farsæld barna - svæðisskipan

Málsnúmer 2406004

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1216. fundur - 19.06.2024

Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) þar sem óskað er eftir umboði til að gera viðaukasamning við Sóknaráætlun landshlutans við mennta- og barnamálaráðuneytið um stofnun farsældarráðs á Norðurlandi vestra. Byggðarráð samþykkir að veita SSNV umboð til að gera framangreindan samning.
Var efnið á síðunni hjálplegt?