Umsagnarbeiðni vegna tilraunaleyfis til skelræktar í Hrútafirði og Miðfirði

Málsnúmer 2406017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1216. fundur - 19.06.2024

Lögð fram beiðni MAST um umsögn um umsókn Northlight seafood ehf. um leyfi til tilraunaleyfis til skelræktar í Hrútafirði og Miðfirði. Sótt er um tímabundið leyfi til að kanna hvort svæðin henta til slíkrar ræktunar. Leyfið veitir ekki heimild til dreifingar afurða til neyslu. Tilraunaleyfi gildir að hámarki til þriggja ára í senn en heimilt er að endurnýja það samkvæmt umsókn leyfishafa í eitt ár í senn þannig að leyfið gildi að hámarki í sex ár.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu tilraunaleyfisins að því gefnu að hugað verði að góðri umgengni leyfishafa um tilraunasvæðið, för smábáta um svæðið verði ekki heft, auk þess að ummerki um tilraunaræktunina verði fjarlægð að leyfistíma loknum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?