Bréf frá Flugklasanum 66N

Málsnúmer 2406021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1217. fundur - 24.06.2024

Lagt fram bréf frá Flugklasanum 66N þar sem settar eru fram nokkrar sviðsmyndir um framtíð klasans. Húnaþing vestra hefur ekki verið aðili að klasanum undanfarin ár og tekur því ekki afstöðu til þeirra hugmynda sem þar koma fram. Byggðarráð telur starfsemina mikilvæga fyrir þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi en áhrifin séu mest í nærsamfélögum flugvallarins á Akureyri. Sveitarfélögin á Norðurlandi hafa frá upphafi staðið þétt að baki starfsemi klasans og fjármagnað hana að miklu leyti. Byggðarráð telur það ekki hlutverk sveitarfélaga að fjármagna starfsemi sem þessa til langframa og skorar á hið opinbera að fjármagna starfið til fulls.
Var efnið á síðunni hjálplegt?