Starfshópur um byggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi

Málsnúmer 2406024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1217. fundur - 24.06.2024

Á árinu 2023 skilaði starfshópur á vegum Ungmennafélagsins Kormáks og USVH af sér vinnu við gerð teikninga að aðstöðuhúsi við knattspyrnuvöll í Kirkjuhvammi. Styrkti sveitarfélagið verkefnið um 3 milljónir. Nú liggja fyrir fullbúnar teikningar að húsi á lóð sem skilgreind er á deiliskipulagi fyrir hús af þessu tagi. Til að skipuleggja næstu skref við byggingu hússins og rekstur þess samþykkir byggðarráð að skipaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að:
-Gera tillögu að framkvæmd byggingar aðstöðuhússins í samræmi við þær teikningar sem fyrir liggja unnar af Verkís ásamt gildandi deiliskipulagi.
-Setja fram fjárhags- og tímaáætlun fyrir verkefnið byggt á fyrirliggjandi teikningum.
-Gera tillögu að fyrirkomulagi á rekstri hússins.
Hópinn skuli skipa 5 fulltrúar:
-Tveir fulltrúar úr sveitarstjórn einn úr meirihluta sem jafnframt er formaður og einn úr minnihluta.
-Fulltrúi frá Ungmennafélaginu Kormáki.
-Fulltrúi frá USVH.
-Rekstrarstjóri.
Með hópnum starfi sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum eigi síðar en 15. september 2024.
Byggðarráð skipar Magnús Magnússon og Viktor Ingi Jónsson sem fulltrúa sveitarstjórnar í hópinn og verður Magnús Magnússon formaður.
Sveitarstjóra er falið að óska eftir tilnefningum Ungmennafélagsins Kormáks og USVH.

Var efnið á síðunni hjálplegt?