Fjallskiladeild Hrútfirðinga að austan - beiðni um rökstuðning vegna fjármagns til viðhalds heiðagirðinga

Málsnúmer 2406073

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 211. fundur - 03.07.2024

Lagt fram erindi frá Fjallskiladeild Hrútfirðinga austan þar sem óskað er rökstuðnings á skiptingu fjármagns til viðhalds heiðargirðinga á 210. fundi landbúnaðarráðs. Óskar fjallskilastjórnin eftir rökstuðningi á því af hverju fjármagn til viðhalds heiðagirðinga í Hrútafirði sé ekki hærra miðað við lengd girðinga deildarinnar.

Landbúnaðarráð þakkar fyrir erindið, en úthlutun ársins 2024 hefur þegar verið samþykkt af sveitarstjórn. Þegar litið er til úthlutunar fjármagns til viðhalds girðinga er litið annars vegar til lengda girðinga og hins vegar til áætlaðrar viðhaldsþarfar út frá fyrirséðu ástandi girðinga, sem er metið út frá rökstuðningi sem fylgir styrkbeiðnum ásamt því að reynt er eftir fremsta megni að taka mið af veðurfræðilegum þáttum og snjóalögum næstliðins vetrar. Því er það landbúnaðarráði nauðsynlegt að fá sem nákvæmastar greinargerðir og lýsingar á fyrirhuguðum girðingaframkvæmdum með styrkbeiðnum hvers árs.

Landbúnaðarráð beinir því til fjallskilastjórna að hafa styrkbeiðnir sínar fyrir árið 2025 ítarlegar svo auðveldara sé að lesa úr þeim nákvæma stöðu á viðhaldsþörf heiðagirðinga fjallskiladeildanna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?