Endurnýjun bílaflota Brunavarna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2409032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1224. fundur - 16.09.2024

Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra um viðbótarfjárveitingu á árinu 2024 vegna endurnýjunar bílaflota liðsins. Um er að ræða kaup á tveimur bílum og verða tveir bílar seldir. Með breytingunum er viðbragð slökkviliðsins bætt til muna og þar með öryggi íbúa sveitarfélagsins. Kostnaður við breytingarnar er kr. 12 milljónir. Byggarráð samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?