Þjónustusamningur um rekstur samþættrar heimaþjónustu fyrir aldraða

Málsnúmer 2409049

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1225. fundur - 23.09.2024

Sigurður Þór Ágústsson kom til fundar kl. 14:03.
Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundar við byggðarráð og kynnti vinnu sem staðið hefur yfir við samþættingu heimaþjónustu fyrir aldraða í tengslum við verkefnið Gott að eldast. Starfshópur verkefnisins hefur unnið að útfærslu samþættingar þjónustu sem veitt er á vegum Húnaþings vestra annars vegar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hinsvegar (HVE) og liggja fyrir drög að þjónustusamningi um samþættinguna. Markmið samningsins er að veita heildræna og skilvirka samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu við fólk í heimahúsi og stuðla þannig að öruggri búsetu eldra fólks sem lengst heima, við sem eðlilegastar aðstæður. Með þjónustusamningnum mun HVE taka að sér rekstur heimastuðnings á grundvelli VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. Felur breytingin í sér að starfsmenn Húnaþings vestra sem veitt hafa heimaþjónustu verða starfsmenn HVE og halda sínum kjörum og réttindum að fullu. Húnaþing vestra greiðir HVE mánaðarlega þá upphæð sem ella færi í rekstur þjónustunnar. Því er ekki um að ræða aukna fjárhagsskuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins heldur er markmið samningsins að bæta þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu og nýta þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru betur með samþættingu og samstarfi.
Byggðarráð þakkar Sigurði greinargóða yfirferð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Sigurður Þór Ágústsson vék af fundi kl. 14:26.
Var efnið á síðunni hjálplegt?