Styrktarsamningur vegna Elds í Húnaþingi

Málsnúmer 2409053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1227. fundur - 30.09.2024

Jóhanna Sigtryggsdóttir og Herdís Harðardóttir komu til fundar kl. 14:05.
Styrktarsamningur milli stjórnar hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi og sveitarfélagsins rennur út á þessu ári. Fulltrúar stjórnar hátíðarinnar komu til fundar við byggðarráð til að fara yfir áherslur við endurnýjun samningsins. Fram til þessa hefur sveitarfélagið stutt hátíðina með 650 þúsund króna framlagi á ári. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að stuðningurinn verði hækkaður í eina milljón króna á ári ásamt því að hátíðin hafi gjaldfrjáls afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga ásamt nokkrum öðrum húsakynnum sveitarfélagsins fyrir viðburði hátíðarinnar. Samsvarar þetta ríflega tvöföldun á stuðningi sveitarfélagsins við hátíðina.
Byggðarráð þakkar þeim sem haldið hafa utan um framkvæmd Elds í Húnaþingi vel unnin störf í gegnum árin. Hátíðin er afar mikilvægur þáttur í atvinnu- og menningarlífi samfélagsins og brýnt að svo verði áfram.
Jóhanne og Herdís véku af fundi kl. 14.30.
Var efnið á síðunni hjálplegt?