Erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2409054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1227. fundur - 30.09.2024

Lagt fram erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra um gerð samstarfssamnings milli setursins og Húnaþings vestra. Markmið samningsins er að efla þekkingar- og rannsóknastarf í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra ásamt því að festa í sessi starfsemi setursins í landshlutanum. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samninginn með framlagi upp á kr. 500 þúsund enda verði það til þess að efla fræðasamfélag í sveitarfélaginu og landshlutanum öllum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?