Skólabúðirnar á Reykjum - upphæð komugjalda

Málsnúmer 2501017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1236. fundur - 03.02.2025

Beiðni Ungmennafélags Íslands um leyfi til að hækka komugjöld í Skólabúðirnar á Reykjum skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjóra er falið að óska eftir nánari rökstuðningi og afla frekari gagna áður en afstaða er tekin til beiðnarinnar.

Byggðarráð - 1239. fundur - 03.03.2025

Sigurður og Einar komu til fundar við byggðarráð kl.14:05.
Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Skólabúðanna á Reykjum og Einar Þ. Eyjólfsson fjármálastjóri koma til fundar við byggðarráð með fjarfundabúnaði og fara yfir beiðni um hækkun komugjalda skólabúðanna. Áður á dagskrá 1236. fundar byggðarráðs.
Sigurður og Einar færðu sannfærandi rök fyrir hækkun umfram verðlag á skólaárinu 2025-2026. Meðal annars þau að launakostnaður hefur aukist um tæp 30% á milli áranna 2023 og 2024, m.a. vegna aukinnar mönnunar í skólabúðunum auk kjarasamningshækkana. Fæðiskostnaður hefur aukist um tæp 14% en mikið er lagt upp úr heilnæmu og góðu fæði fyrir nemendur. Einnig hefur UMFÍ tekið á sig ýmis búnaðarkaup sem nýtast starfseminni og eru til þess fallin að bæta aðstöðu og upplifun nemenda. Í ljósi framangreinds samþykkir byggðarráð hækkun umfram verðlag á komandi skólaári þannig að þátttökugjald pr. nemanda sé að hámarki kr. 38 þúsund.
Sigurður og Einar véku af fundi kl. 14:19.
Var efnið á síðunni hjálplegt?