Beiðni um lækkun á húsaleigu vegna viðburðar í samfélagsþágu

Málsnúmer 2501018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1236. fundur - 03.02.2025

Guðmundur Haukur Sigurðsson sækir um lækkun á húsaleigu Félagsheimilisins Hvammstanga vegna Kótilettukvölds. Sótt er um fyrir hönd fjögurra félagasamtaka í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu. Byggðarráð samþykkir jafnframt að það sem eftir stendur leigunnar verði fært sem styrkur frá sveitarfélaginu til verkefnisins í ljósi menningar- og sögulegrar þýðingar þess.
Var efnið á síðunni hjálplegt?