Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli - Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi

Málsnúmer 2501028

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1236. fundur - 03.02.2025

Lögð fram yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Í yfirlýsingunni lýsir miðstöðin þungum áhyggjum vegna takmarkana sem tilkynnt hefur verið um á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli er í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Byggðarráð tekur undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs og skorar á þau yfirvöld sem hafa með málið að gera að leita allra leiða til lausnar til að tryggja öryggi íbúa á landsbyggðinni sem reiða sig á sjúkraflug í neyðartilfellum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?