-
Byggðarráð - 1239
Sigurður og Einar færðu sannfærandi rök fyrir hækkun umfram verðlag á skólaárinu 2025-2026. Meðal annars þau að launakostnaður hefur aukist um tæp 30% á milli áranna 2023 og 2024, m.a. vegna aukinnar mönnunar í skólabúðunum auk kjarasamningshækkana. Fæðiskostnaður hefur aukist um tæp 14% en mikið er lagt upp úr heilnæmu og góðu fæði fyrir nemendur. Einnig hefur UMFÍ tekið á sig ýmis búnaðarkaup sem nýtast starfseminni og eru til þess fallin að bæta aðstöðu og upplifun nemenda. Í ljósi framangreinds samþykkir byggðarráð hækkun umfram verðlag á komandi skólaári þannig að þátttökugjald pr. nemanda sé að hámarki kr. 38 þúsund.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1239
Í gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga er kveðið á um heimild til að veita afslátt vegna verkefna í samfélagsþágu. Til þeirra teljast m.a.:
Samkomur fyrir leik- og grunnskólabörn á vegum skóla eða foreldrafélaga.
Samkomur á vegum dreifnáms eða Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Samkomur fyrir börn og ungmenni á vegum íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Samkomur á vegum félagasamtaka eða góðgerðarfélaga í sveitarfélaginu sem börn, ungmenni eða eldri borgarar njóta góðs af.
Fyrirhugaðir tónleikar kórsins falla ekki undir framangreint og er því beiðni um afslátt hafnað.
-
Byggðarráð - 1239
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Hvammstanga. Forsvarsmaður leyfisins verður sveitarstjóri en sveitarfélagið ábyrgt gegn brotum á leyfinu og öðru því sem upp kann að koma á viðburðum sem haldnir eru í skjóli leyfisins. Sveitarfélagið verður ekki undir neinum kringumstæðum milligönguaðili um kaup á áfengi sem veitt eða selt er á viðburðum. Notkun og geymsla áfengis í Félagsheimilinu er ávallt háð skilyrðum Stefnu um vellíðan án áfengis, tóbaks og vímuefna sem nú er í vinnslu hjá sveitarfélaginu, þar með talið aldurstakmörk á viðburði þar sem áfengi er veitt. Viðburðarhaldari sem heldur viðburð í skjóli rekstrarleyfisins skal undirrita yfirlýsingu um að hann ábyrgist að öllum lögum og reglum verði fylgt í hvívetna enda geta brot varðað ýmist sektum eða afturköllun leyfis. Komi til sekta ábyrgist viðburðahaldari greiðslu þeirra.
-
Byggðarráð - 1239
Reglurnar voru áður hluti af mannauðsstefnu en eru ekki hluti nýrrar útgáfu hennar sem samþykkt var í desember 2024. Byggðarráð samþykkir framlagðar verklagsreglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
-
Byggðarráð - 1239
Siðareglurnar voru áður hluti af mannauðsstefnu Húnaþings vestra en eru ekki hluti nýrrar útgáfu hennar sem samþykkt var í desember 2024. Byggðarráð samþykkir framlagðar siðareglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
-
Byggðarráð - 1239
Fundurinn verður haldinn 2. apríl 2025 á Akureyri.
-
Byggðarráð - 1239
Byggðarráð tekur vel í beiðnina og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
-
Byggðarráð - 1239
Á árinu 2023 var lagt fram frumvarp til laga um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sem ekki náði fram að ganga. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram að nýju með nokkrum breytingum.
Byggðarráð Húnaþings vestra vill byrja á því að fagna allri vinnu sem miðar að því að auka gegnsæi og fyrirsjáanleika í ráðstöfun fjármuna Jöfnunarsjóðs. Hins vegar getur ráðið ekki látið hjá líða að gera athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu frá því að það var lagt fram árið 2023. Þegar frumvarpið var lagt fram það ár hafði það ekki í för með sér breytingu á framlögum Húnaþings vestra. Þegar þær breytingar sem gerðar hafa verið nú eru skoðaðar kemur í ljós að framlög til Húnaþings vestra munu lækka um ríflega 38 milljónir á ári. Byggðarráð fær illa séð hvernig sú lækkun kemur heim og saman við stöðu sveitarfélagsins ef litið er til atvinnutekna í sveitarfélaginu sem eru þær þriðju lægstu á landinu skv. mælaborði Byggðarstofnunar. Lágar atvinnutekjur þýða lágt útsvar enda eru útsvarstekjur pr. íbúa í Húnaþingi vestra með því lægsta sem gerist á landinu. Þó endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs hafi verið orðin brýn verður að hafa hugfast að hlutverk sjóðsins er að „jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum“. Byggðarráð leggur því til að atvinnutekjur í sveitarfélögum fái vægi í útreikningum sjóðsins þar sem þær hafa bein áhrif á tekjustofna þeirra.
Byggðarráð tekur undir þá tillögu sem fram kemur í 13. grein frumvarpsins um að vannýting útsvars leiði til lækkunar framlaga úr Jöfnunarsjóði.
-
Byggðarráð - 1239
-
Byggðarráð - 1239
Heildarhlutur Húnaþings vestra í tapi á rekstri málaflokksins er kr. 12.127.185.
-
Byggðarráð - 1239
Hljóðar styrkurinn upp á kr. 500 þúsund. Grunnskóli Húnaþings vestra hlaut einnig tvo styrki úr Lýðheilsusjóði, annars vegar kr. 300 þúsund til kaupa á leiktæki fyrir fötluð börn og hins vegar kr. 300 þúsund til grænmetisræktunar á skólalóðinni. Byggðarráð fagnar styrkveitingunum.
-
Byggðarráð - 1239
Í bréfinu er vakin athygli á því að á Hvammstanga þar sem er starfsstöð Vinnumálastofnunar er aðeins eintenging en ekki hringtenging á ljósleiðarastreng. Lýsir stofnunin yfir áhyggjum vegna stöðunnar en örugg fjarskipti eru grunnforsenda starfsemi stofnunarinnar í sveitarfélaginu. Byggðarráð tekur undir áhyggjur Vinnumálastofnunar og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með Mílu og ráðherra málaflokksins vegna stöðunnar.
-
Byggðarráð - 1239