DSK-Kvíslatunguvirkjun

Málsnúmer 2502039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 373. fundur - 04.03.2025

Orkubú Vestfjarða ehf. (OV) áformar að reisa virkjun, Kvíslatunguvirkjun, í Selárdal í Strandabyggð. Á áætlað er að afl hennar verði allt að 9,9 MW og orkuframleiðsla um 64 GWh. Megin stöðvarhús virkjunarinnar verður í Selárdal og inntakslón, miðlunarlón og veituskurðir á Ófeigsfjarðarheiði, norðan við Þjóðbrókargil. Framleidd orka verður flutt um 33 kV jarðstreng að tengivirki Orkubús Vestfjarða við Stakkanes fyrir botni Steingrímsfjarðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við skipulagstillöguna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?