Skipulags- og umhverfisráð

373. fundur 04. mars 2025 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
FMH forfallaðist.

1.Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum

Málsnúmer 2502100Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum á vinduorkugarði á Hallkelsstaðaheiði í landi Þorvaldsstaði í Borgarbyggð.

Zephyr Iceland áformar að reisa vindorkugarð í landi Þorvaldsstaða þar sem uppsett heildarafl mun líklega verða um 50-70 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum.
Vindmyllur með heildarhæð um 250 metra eru mjög áberandi í landslagi og sjást víða að. Því er líklegt að slík mannvirki muni hafa veruleg sjónræn áhrif og ásýnd í Hrútafirði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fá skýrari mynd af mögulegum áhrifum með sjónrænum gögnum eða myndum sem sýna fyrirhugaða vindorkugarðinn t.d frá Borðeyri og Brautarholti. Þetta myndi gefa gleggri mynd hversu sýnilegar vindmyllurnar yrðu í Hrútafirði og hvernig þær munu hafa áhrif á landslagið frá mismunandi sjónarhornum til að tryggja upplýsta ákvarðanatöku.

2.Aðalskipulag Húnaþing vestra 2026-2038

Málsnúmer 2502063Vakta málsnúmer

Heildarendurskoðun aðalskipulags fyrir tímabilið 2026-2038 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2026-2038 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

Ráðið telur mikilvægt að vinna við endurskoðun aðalskipulags verði hafin með formlegum hætti, þar sem tekið verði mið af þróun sveitarfélagsins, framtíðarsýn og samfélagslegum áskorunum. Jafnframt verði lögð áhersla á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinberar stofnanir í samræmi við lög og bestu skipulagsvenjur.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að verkáætlun fyrir endurskoðunarferlið.

3.Ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - Sæberg, Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2502050Vakta málsnúmer

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 17. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmda við Sæberg í Hrútafirði.
Tekið er til umfjöllunar erindi frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við veitingu undanþágunnar að því gefnu að tryggðar verði viðeigandi varnir gegn ágangi sjávar, s.s. með gerð brimvarnargarðs, til verndar mannvirki og þeim mannvirkjum sem þegar eru til staðar.


Ráðið leggur til við Sveitarstjórn að samþykkja bókun ráðsins og afgreiða til ráðuneytisins umsögn í samræmi við ofangreint.

4.DSK-Kvíslatunguvirkjun

Málsnúmer 2502039Vakta málsnúmer

Orkubú Vestfjarða ehf. (OV) áformar að reisa virkjun, Kvíslatunguvirkjun, í Selárdal í Strandabyggð. Á áætlað er að afl hennar verði allt að 9,9 MW og orkuframleiðsla um 64 GWh. Megin stöðvarhús virkjunarinnar verður í Selárdal og inntakslón, miðlunarlón og veituskurðir á Ófeigsfjarðarheiði, norðan við Þjóðbrókargil. Framleidd orka verður flutt um 33 kV jarðstreng að tengivirki Orkubús Vestfjarða við Stakkanes fyrir botni Steingrímsfjarðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við skipulagstillöguna.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?