Aðalskipulag Húnaþing vestra 2026-2038

Málsnúmer 2502063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 373. fundur - 04.03.2025

Heildarendurskoðun aðalskipulags fyrir tímabilið 2026-2038 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2026-2038 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

Ráðið telur mikilvægt að vinna við endurskoðun aðalskipulags verði hafin með formlegum hætti, þar sem tekið verði mið af þróun sveitarfélagsins, framtíðarsýn og samfélagslegum áskorunum. Jafnframt verði lögð áhersla á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinberar stofnanir í samræmi við lög og bestu skipulagsvenjur.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að verkáætlun fyrir endurskoðunarferlið.
Var efnið á síðunni hjálplegt?