Ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - Sæberg, Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2502050

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 373. fundur - 04.03.2025

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 17. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmda við Sæberg í Hrútafirði.
Tekið er til umfjöllunar erindi frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við veitingu undanþágunnar að því gefnu að tryggðar verði viðeigandi varnir gegn ágangi sjávar, s.s. með gerð brimvarnargarðs, til verndar mannvirki og þeim mannvirkjum sem þegar eru til staðar.


Ráðið leggur til við Sveitarstjórn að samþykkja bókun ráðsins og afgreiða til ráðuneytisins umsögn í samræmi við ofangreint.
Var efnið á síðunni hjálplegt?