Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum

Málsnúmer 2502100

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 373. fundur - 04.03.2025

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum á vinduorkugarði á Hallkelsstaðaheiði í landi Þorvaldsstaði í Borgarbyggð.

Zephyr Iceland áformar að reisa vindorkugarð í landi Þorvaldsstaða þar sem uppsett heildarafl mun líklega verða um 50-70 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum.
Vindmyllur með heildarhæð um 250 metra eru mjög áberandi í landslagi og sjást víða að. Því er líklegt að slík mannvirki muni hafa veruleg sjónræn áhrif og ásýnd í Hrútafirði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fá skýrari mynd af mögulegum áhrifum með sjónrænum gögnum eða myndum sem sýna fyrirhugaða vindorkugarðinn t.d frá Borðeyri og Brautarholti. Þetta myndi gefa gleggri mynd hversu sýnilegar vindmyllurnar yrðu í Hrútafirði og hvernig þær munu hafa áhrif á landslagið frá mismunandi sjónarhornum til að tryggja upplýsta ákvarðanatöku.
Var efnið á síðunni hjálplegt?