Afsláttur af gatnagerðagjöldum

Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði  en lítillar eftirspurnar eftir lóðum fyrir íbúðahús samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að nýta tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 717/2013.  Um er að ræða 17 íbúðahúsalóðir á götum á Hvammstanga sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar.   

  • Umsóknir um lóðirnar skulu berast eigi síðar en 31. desember 2017 en umsóknir sem berast á umsóknarfresti verða afgreiddar af skipulags- og umhverfisráði  eftir því sem efni standa til.
  • Verði umsækjendur fleiri en þær lóðir sem eru til úthlutunar gildir útdráttur milli þeirra.
  • Sæki fleiri en einn um sömu lóðina gildir einnig útdráttur milli umsækjenda.

    

Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að byggingarframkvæmdir skuli vera hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar skuli hafa hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára, að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðagjalda.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, sími 455-2400, skrifstofa@hunathing.is

Listi yfir þær lóðir sem afsláttur gatnagerðagjalda getur gilt um skv. samþykkt sveitarstjórnar Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?