Flokkstjórar við vinnuskólann - sumarvinna

Flokkstjórar við vinnuskólann - sumarvinna

Um starfið

Flokkstjórar í vinnuskólum skipuleggja og stýra sumarvinnu 13 – 16 ára ungmenna. Vinnuhóparnir sinna umhirðu, ræktun, viðhaldi og fleiri verkefnum, oft í tengslum við útivistarsvæði. Verkefnin geta verið nokkuð fjölbreytt svo sem að  gróðursetja, slá og raka, hreinsa beð, mála, tína rusl, sópa, þrífa, smíða og leggja hellur, grasþökur eða göngustíga.

Helstu verkefni:

  • úthluta verkefnum og leiðbeina um vinnubrögð
  • skipulagning uppákoma í tengslum við vinnuna
  • gæta að og ganga frá áhöldum og vélum sem notuð eru
  • samskipti við forráðamenn
  • skrifa vinnuskýrslur 

Hæfnikröfur

Flokkstjóri í vinnuskóla þarf að vera fær í samskiptum ásamt því að geta verið ungmennum góð fyrirmynd.  Vinnusemi, stundvísi og sjálfstæði í starfi eru jafnframt mikilvægir kostir.  

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi flokksstjóra í vinnuskóla en reynsla af starfi með ungmennum er æskileg auk þess sem gott er að þekkja til agastjórnunar, líkamsbeitingar í vinnu, skyndihjálpar og vinnuverndar.

Umsókn

 HÉR má finna umsóknareyðublað fyrir starfið, umsóknarfrestur til 30. mars nk.

Allar frekari upplýsingar veitir undirrituð. Netfang: ina@hunathing.is og í síma: 455-2400.

Ína Björk Ársælsdóttir
Umverfisstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?