Lógókeppni fyrir félagmiðstöðina Orion

Lógókeppni

 

Ungmennaráð hefur ákveðið að setja afstað lógo keppni fyrir Félagsmiðstöðina Órion.

Eins og stendur er ekki til neitt Lógo fyrir Órion og

þess vegna höfum við ákveðið að leita til ykkar og setja

af stað smá keppni.

 

Frá 16. nóvember til 18. desember munum við taka við hugmyndum frá öllum þeim sem vilja taka þátt.

Það eru engin takmörk fyrir því hversu margar tillögur hver einstaklingur má senda inn.

Lógoið má ekki vera stærra en 50cm X 50cm

allt annað er frjálst, tölvuform, handteikna, litir o. fl.

Við hvetjum ykkur til að leggja höfuðið í bleyti og taka þátt.

 

Besta lógoið verður að vera:

* Einfalt og gott

* Frumlegt

* Með augljósa tengingu við félagsmiðstöðina Órion

Endilega sendi inn til okkar lógo á:

Ungmennaráð

Hvammstangabraut 5

530 Hvammstangi

 

Sigurmyndin verður svo valin og tilkynnt í lok desember.

25.000 krónur í boði fyrir bestu myndina

Ungmennaráð Húnaþings Vestra

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?