Opinn íbúafundur

Opinn íbúafundur

Fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun áranna 2026-2028 fyrir sveitarstjóð og undirfyrirtæki Húnaþings vestra var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn boðar til opins fundar þar sem farið verður yfir helstu atriði áætlunarinnar.

Dagskrá:

1. Kynning á fjárhagsáætlun

2. Önnur mál

Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 4. desember kl. 17-18.30. Eru íbúar hvattir til að mæta og eiga samtal við sveitarstjórnarmenn um rekstur sveitarfélagsins og framtíð þess.

Var efnið á síðunni hjálplegt?