Ólöf Rún ásamt fjölskyldu sinni við bústörfin.
Ólöf Rún Skúladóttir hefur verið ráðin í starf verkefnisstjóra umhverfismála sem auglýst var á dögunum. Hlutverk verkefnisstjóra er meðal annars að hafa umsjón með grænum svæðum ásamt leikvöllum, íþróttavöllum og lóðum stofnana sveitarfélagsins, ábyrgð á vinnuskóla og öðrum verkefnum sem stuðla að góðri ásýnd þess. Einnig hefur verkefnisstjóri umsjón með ýmsum verkefnum öðrum sem tengjast umhverfis- og loftslagsmálum, svo sem gerð og innleiðingu umhverfis- og loftslagsstefnu, taka þátt í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og heilsueflandi samfélags.
Ólöf er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum og hefur BS próf í landfræði frá Háskóla Íslands. Auk þess að hafa háskólamenntun sem nýtist vel í starfinu hefur hún reynslu af verkefnisstjórnun og áætlanagerð í gegnum störf sín, meðal annars við innleiðingu á Grænfána á fyrri vinnustað sínum. Hún hefur jafnframt fjölbreytta starfsreynslu þar sem reynt hefur á leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Ólöf mun hefja störf síðar í maí.
Ólöf er boðin velkomin í hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Við hlökkum til samstarfsins.