Á 1220. fundi byggðarráðs sem fram fór 6. ágúst sl. voru styrkveitingar úr Húnasjóði árið 2024 ákvarðaðar. Alls bárust 7 umsóknir sem allar uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Til ráðstöfunar í ár voru kr. 600 þúsund sem skiptast á milli umsækjenda svo í hlut hvers koma kr. 85 þúsund.
Eftirtaldin hljóta styrk að þessu sinni:
Elsa Rut Róbertsdóttir, sjúkraliðanám.
Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, BS í íþrótta- og heilsufræði.
Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg, BS í sálfræði.
Elín Lilja Gunnarsdóttir, nám til viðurkenningar bókara.
Björgvin Díómedes Unnsteinsson, nám í bílamálun.
Hörður Gylfason, bráðatækninám.
Arnheiður Diljá Benediktsdóttir, kvikmyndanám með áherslu á leikstjórn og framleiðslu.
Styrkþegum hefur verið boði til afhendingar styrkjanna þann 26. ágúst nk.
Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthlutað í styrki á ári hverju.
Húnaþing vestra auglýsir á hverju ári eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum sem er veittur síðsumars ár hvert.
Frá árinu 2001 hefur alls verið úthlutað ríflega 15 milljónum króna í styrki. Umsóknir í sjóðinn hafa á þeim tíma verið 235. Af þeim hafa 160 hlotið styrk, þar af 109 konur og 51 karl.
Styrkþegar hafa lokið fjölbreyttu námi, svo sem í dýralækningum, rekstrarfræði, hvers kyns listum, kennarafræði, læknisfræði, félagsráðgjöf, tölvunarfræði, ferðamálafræði, reiðmennsku, skrifstofutækni, líffræði, viðskiptafræði, búvísindum, stjórnmálafræði, sjúkraþjálfun, sjúkraliðanámi, umhverfisskipulagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, samgönguverkfræði, véltæknifræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, þroskaþjálfun, rafmagnstæknifræði, margmiðlunarframleiðslu, sálfræði, íþróttafræði, leiðsögunámi, fornleifafræði, hestafræði, sagnfræði, byggingariðnfræði, kvikmyndagerð, hagfræði, landfræði, leiklist, tónsmíðum, leikskólakennarafræði, þjóðfræði, námi til viðurkennds bókara, bílamálun, ensku, vélfræði, rafiðnfræði, hljóð- og tölvuleikjahönnun, verkefnastjórnun, opinberri stjórnsýslu, japönsku, næringarfræði, náms- og kennslufræði, lögreglu- og löggæslufræði, bakaraiðn, félagsliðanám, fjölskyldumeðferð, matsveinsnám, ljósmyndun, atvinnuflugnám, verkefnastjórnun, heilbrigðisgagnafræði, kjötiðn, lyfjafræði, rennismíði, miðlun og almannatengslum og bráðatækninámi.