Talmeinaþjónusta

Talmeinaþjónusta

Þann 1. apríl 2025 verður breyting á talmeinaþjónustu í Húnaþingi vestra. Hingað til hefur Tappa séð um fjarþjónustu í gegnum tölvu en eftir 1. apríl mun Brynhildur Þöll Steinarsdóttir talmeinafræðingur sjá um þjónustu, greiningar og gerð þjálfunaráætlana fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.

Gert er ráð fyrir að Brynhildur komi einu sinni í mánuði á Hvammstanga en þjálfunaráætlanir verða gerðar fyrir nemendur sem þurfa talþjálfun svo að hægt sé að fylgja þeim eftir daglega (eða eftir því sem við á). Starfsfólk skólanna og foreldrar fá leiðbeiningar og þjálfun til að vinna að markmiðum sem sett eru, enda mikilvægt að talþjálfun sé fylgt eftir með mjög markvissum hætti.

Við hlökkum til að fá Brynhildi í samstarf við okkur í Húnaþingi vestra.

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?