Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á ferðinni í Húnaþingi vestra

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru á ferðinni í Húnaþingi vestra þann 10. febrúar sl. Einar Kristinn Guðfinnsson  forseti Alþingis heimsótti ráðhús sveitarfélagsins  og fundaði með sveitarstjóra um helstu áherslur sveitarfélagsins og þau verkefni sem unnið er að. Í framhaldinu voru fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu heimsótt. Einari Kristni Guðfinnssyni er þökkuð góð heimsókn.

 

photo.JPG

Á myndinni má sjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu þá Harald Benediktsson og Einar Kristinn Guðfinnsson, forseta Alþingis, að afloknum fundi sem þeir héldu síðar sama dag fyrir íbúa sveitarfélagsins á Hlöðunni kaffihúsi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?