Nokkuð hefur borið á kvörtunum vegna ökutækja sem skilin eru eftir í gangi við stofnanir og aðra staði í sveitarfélaginu.
Ökutæki í lausagangi losar mikið magn af loftmengandi efnum sem geta verið heilsuspillandi. Að anda að sér mikilli loftmengun getur valdið fólki töluverðum óþægindum svo sem ertingu í öndunarfærum og augum.
Biðlað er til ökumanna að virða rétt fólks til að anda að sér heilnæmu lofti og menga ekki andrúmsloftið að óþörfu á þeim stöðum þar sem óþægindi eru augljós af völdum mengunar. Þetta á sérstaklega við um við þjónustustofnanir, skóla, verslanir og aðra staði þar sem óþægindi eru augljós af völdum mengunar og hættu vegna ökutækisins sjálfs.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér lögreglusamþykkt sem var gefinn út í maí 2019 fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. HÉR
samkv. 23. gr. lögreglusamþykktarinnar kemur þetta fram;
„Vélar kyrrstæðra bifreiða og vinnuvéla sem ekki eru í notkun er óheimilt að hafa í gangi eða skilja eftir í gangi lengur er nauðsynlegt er, svo komast megi hjá mengun og hávaða á almannafæri og annars staðar þar sem ætla má að slíkt valdi óþægindum.“