Vinnuskólinn 2024 - skráning - framlengjum umsóknafrest til 17.maí

Vinnuskólinn 2024 - skráning - framlengjum umsóknafrest til 17.maí

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2024 stendur til boða fyrir 13-17 ára ungmenni sem lögheimili hafa í Húnaþingi vestra eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.

Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00.
Nánari upplýsingar um vinnuskólann er að finna HÉR.

 

Aldur, laun og vinnutímabil 2024

Aldur: Ungmenni fædd árið 2011 (7.b).
Laun: 751 kr. á tímann.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 4 vikur af 6 vikum sem í boði eru, fyrir hádegi frá 10. júní - 26. júlí.
Sveigjanleikinn á vali á vikum er vegna möguleika árgangs 2011 að taka þátt í Krakkasveiflunni

Aldur: Ungmenni fædd árið 2010 (8.b).
Laun: 834 kr. á tímann.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 5 vikur frá 18. júní - 22. júlí.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2009 (9.b).
Laun: 1.112 kr. á tímann.
Vinnutímabil: Hafa kost á að vinna í 6 vikur frá 10. júní - 19. júlí.

Aldur:
Ungmenni fædd árið 2008 (10.b).
Laun:
1.807 kr. á tímann auk 13,04% orlofs.
Vinnutímabil:
Hafa kost á að vinna í 7 vikur frá 10. júní - 26. júlí.

Aldur:
Ungmenni fædd árið 2007 - 17. ára.
Laun:
2.085 kr. á tímann auk 13,04% orlofs.
Vinnutímabil:
Hafa kost á að vinna í 8 vikur frá 6. júní - 31. júlí.

 

Innritun er hafin og fylla forráðamenn út eyðublað, HÉR  fyrir 11.maí, hvort sem er fyrir vinnuskóla eða slátturhóp. FRAMLENGJUM TIL 17. maí, eftir það er ekki tryggt að ungmenni komist að.

Mikilvægt er að í skráningu komi fram ef um ofnæmi, sérþarfir eða einhverskonar frákvik er að ræða, sem gott væri fyrir flokkstjóra vinnuskólans að vita

 

Ungmennum 14-17 ára stendur til boða að aðstoða á leikskólanum eða við íþróttaæfingar. Hægt er að merkja sérstaklega við það í umsóknarferli og ræðst það af ásókn hvernig sú aðstoð verður sett upp nákvæmlega og hvaða tími verði í boði fyrir hvern árgang. Forgang hafa eldri ungmennin og/eða ungmenni með reynslu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?