220. fundur

220. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2021 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Elva Ársælsdóttir, formaður, Gerður Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður, Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, aðalmaður, Davíð Gestsson, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.
Dagskrá:
 
 
 
 
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi
2. Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhagsárið 2021
3. Stefna og viðbragðsáætlun Húnaþings vestra gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Ósk um umsögn félagsmálaráðs.
4. Önnur mál
  
 
Afgreiðslur:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók
2. Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. 
3. Ráðið fór yfir drög að Stefnu og viðbragðasáætlun Húnaþings vestra gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Ráðið gerir ekki athugasemdir við skjalið.  
4. Önnur mál: 
Úthlutun félagslegrar íbúðar að Norðurbraut 13, íbúð 101, 7 umsóknir bárust. Félagsmálaráð samþykkir að teknu tilliti til reglna úthlutunar félagslegra leiguíbúða og stigagjafar skv. matsblaði, að úthluta  Ingvari Óla Ólafssyni íbúðinni. 
 
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12.00
Var efnið á síðunni hjálplegt?