Dagskrá:
- Kl. 15.00. Karl Örvarsson framkvæmdastjóri Skólabúðanna á Reykjum, niðurstöður úr könnun o.fl.
- Kl. 16.00. Elinborg Sigurgeirsdóttir tónlistarskólastjóri, fer yfir stöðuna í tónlistarskólanum, kennarastaða o.fl.
- Skólamál á Borðeyri – áætluð staða næsta haust.
- Önnur mál
Fundur um kjaramál kennara og bókun 1 í samningum
Afgreiðslur:
1. Karl mætti á fundinn og var hann upplýstur um niðurstöðu á þjónustukönnun sem gerð var um Skólabúðirnar í janúar og fram í febrúar, þar sem kennarar úr grunnskólum sem sóttu búðirnar á haustönn 2016 tóku þátt. Sent var á 45 skóla og voru 34 sem svöruðu.
Karl sagði einnig frá að þau hafi látið kennara hafa matsblöð og beðið þá um að meta vikuna, láta vita hvað er gott og hvað má bæta. Hann hefur tekið tillit til þessa og um ármótin réði hann fleira fagfólk í búðirnar.
Karl sagði frá nema í tómstunda- og félagsmálafræðum, sem skilað hefur 18 síðna skýrslu um skólabúðirnar en hún var þar nemi á vorönn 2017.
Það eru komnar umsóknir fyrir 3400 skólabörn í skólabúðirnar fyrir næsta vetur og hefur aldrei verið eins mikil aðsókn.
2. Elinborg gerði grein fyrir að kennararnir Daníel Geir Sigurðsson, Ellinore Andersen og Pálína Fanney Skúladóttir munu ekki starfa við tónlistarskólann næsta vetur.
Hún ætlar að skoða stöðu skólans með Guðrúnu skrifstofustjóra með tilliti til stærðar skólans og miðað við þá fjárhagsáætlun sem skólinn hefur miðað við nýja kjarasamninga frá 1. janúar 2017.
Gera á þjónustukönnun fyrir tónlistarskólann og er Jenný að vinna að henni.
Nemandaígildi á vorönn 2017 eru 107 og mikið að gera í skólastarfinu.
Það verða 6 nemendur úr tónlistarskólanum taka þátt í Nótunni sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna sem haldin er á Akranesi að þessu sinni.
Magnús Eðvaldsson sem hefur verið að stýra foreldrafélaginu ætlar að aðstoða við að koma á foreldrafundi sem fyrst og verður reynt að blása lífi í félagið.
3. Fjallað var um stöðu Borðeyrar næsta haust og ýmsar hugmyndir voru ræddar en ekki er vitað á þessari stundu hver fjöldi nemenda verður á næsta skólaári.
4. Önnur mál.
Formaður sagði frá fundi á Sauðárkróki sem hann, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sveitastjóri fóru á í febrúar sl. Vinnan er komin vel af stað varðandi bókun 1 í kjarasamningi kennara og SS og gengur hún mjög vel.
Hér fyrir neðan má sjá bókun nr. 1:
BÓKUN 1 [2016]
Í kjarasamningum 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnumat innleitt í grunnskólum. Samningsaðilar eru sammála um að framkvæmd breytinganna hafi ekki tekist sem skyldi í mörgum grunnskólum og því verði hverju sveitarfélagi falið að fara yfir framkvæmdina ásamt fulltrúum kennara í hverjum skóla. Markmið slíkrar vinnu er að bæta framkvæmdina þar sem þörf er á og ná sátt um starfsumhverfið. Beina skal sjónum að innra starfi skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir, tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létta álagi af kennurum þar sem við á. Verkefnið skal unnið á samningstímanum í samræmi við vegvísi að aðgerðaráætlun sem samstarfsnefnd aðila mun leggja fram í janúar 2017.
Samstarfsnefnd aðila tekur saman niðurstöður þessarar vinnu fyrir lok samningstímans.
Samningsaðilar munu gera ríkissáttasemjara grein fyrir framgangi þessarar bókunar þrisvar á samningstímanum; fyrir 20. janúar 2017, fyrir 15. maí 2017 og fyrir 15. september 2017.
Ekki fleira tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.30