Dagskrá:
- Sigurður skólastjóri grunnskólans mætir kl. 15.00 og fer yfir lesfimiskýrslu og niðurstöður foreldrakönnunar.
- Elínborg skólastjóri tónlistarskólans mætir kl. 15.30 og fjallar um starfsmannamál næsta vetur.
- Friðrik Már formaður bygginganefndar um viðbygging við grunnskólann mætir kl. 15.45 og segir frá stöðunni í þeim málum.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Sigurður gerði grein fyrir áfangaskýrslu í lesfimi sem er aðgengileg inná heimasíðu grunnskólans. Þar er að finna niðurstöður matsins og hvaða aðgerðir læsisteymi skólans leggur til.
Sigurður fór einnig yfir foreldrakönnun sem Skólapúlsinn hefur framkvæmt fyrir grunnskólann. Niðurstöður könnunarinnar verður birt á heimasíðu skólans á næstu dögum. Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með þær niðurstöður sem kynntar voru.
2. Elínborg tónlistarskólastjóri upplýsti ráðið að auglýsa þyrfti starf kennara við skólann á næsta skólaári. Hugmynd að auglýsingu verður skoðuð og ætlar formaður að skoða það með Elínborgu.
3. Friðrik Már formaður bygginganefndar um viðbyggingu grunnskólans kynnti fyrir ráðinu nýjustu drög að viðbyggingu við grunnskólann. Fundarmenn eru ánægðir með framlagða tillögu
4. Önnur mál: Engin önnur mál.
Fræðsluráð Húnaþings vestra.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.00