201. fundur

201. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 7. ágúst 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Jóhann Albertsson, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Guðrún Lára skólastjóri leikskólans mætir og fer yfir stöðuna fyrir komandi haust.
  2. Sigurður skólastjóri Grunnskólans mætir og fer yfir stöðuna fyrir komandi haust.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

  1. Guðrún Lára, leikskólastjóri og Guðný Kristín Guðnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir ráðningum starfsmanna.  15.9 stöðugildi eru við leikskólann þar af eru fjórir menntaðir kennarar og tveir starfsmenn eru í leikskólaliðanámi. Fjöldi barna sem verða við skólann á komandi skólaári eru um 60 börn. Leikskólinn Ásgarður verður tuttugu og fimm ára á árinu sem haldið verður uppá með tilheyrandi hætti.
  2. Sigurður mætti og á fundinn og gerði grein fyrir starfsmannamálum fyrir komandi skólaár. Fjörutíu og sex starfsmenn eru við grunnskólann þar af sautján menntaðir kennarar og fjórir sem eru í námi eða hefja nám í haust. Þrír bekkir verða með leiðbeinendur sem umsjónamenn á komandi starfsári. Sigurður sagði frá ytra mati sem Menntamálastofnun gerði á vorönn 2019. Sviðsstjóri sendi matið á ráðið til yfirlesturs og farið verður yfir hana á næsta fundi. Sigurður sagði frá þeirri vinnu sem er í gangi vegna undirbúnings fyrir veturinn.
  3. Önnur mál:

      Sviðsstjóri fór yfir málefni Tónlistarskólans.  

 

 

 

Fræðsluráð Húnaþings vestra.

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?