205. fundur

205. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður og  Elísa Ýr Sverrisdóttir,varamaður. Inga Auðunsdóttir, aðalmaður boðaði forföll.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Drög að reglum við varðandi stuðning starfsmanna skólana í réttindanámi og kynning á umbótaáætlun vegna ytra mats.
2. Starfsáætlun Skólabúðanna á Reykjum
3. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Sigurður Þór skólastjóri grunnskólans mætti á fundinn ásamt Margréti Hrönn Björnsdóttur kennara við skólann.
• Sigurður lagði fram breytt drög að reglum frá skólastjórnendum um stuðning við starfsmenn í réttindanámi. Á síðasta fundi ráðsins var skólastjórnendum falið að gera nokkrar breytingar og leggja þau nú fram ný breytt drög að reglum þessu. Fræðsluráð samþykkti fyrirliggjandi drög.
• Sigurður kynnti umbótaáætlun sem gerð var í kjölfar ytra mats sem gert var á vorönn 2019. Ráðið fagnar þessari vinnu.

2. Farið var yfir starfsáætlun Skólabúðanna að Reykjum fyrir komandi ár. Ragnheiður Jóna sveitastjóri kom inná fundinn og fór yfir vinnu við gerð nýs samnings.

3. Önnur mál:
Ráðið óskar eftir kynningu á næsta fundi fræðsluráðs frá bygginganefnd vegna viðbyggingu við skóla.
Fræðsluráð Húnaþings vestra.
Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.


Fundi slitið kl. 17.10

Var efnið á síðunni hjálplegt?